Lítið fyrir peninginn

Eftir langt pirringslaust tímabil (kannski meira tímabil þar sem ég hef sætt mig við) út í leikskólann er ég ekki alveg sátt núna. Núna eru svo margar fóstrur í fríi á leikskólanum og engin staðsett uppi á deildinni hans HG að mér líður bara illa að skilja hann eftir þar. Þannig að ég er farin að sækja hann núna og ætla ekki að fara með hann á morgun. Það verður þar af leiðandi ekki mikið úr lestri eða skrift hjá mér fram í næstu viku. (Ætla nú samt að standa við einn skilafrest helst fyri þriðjudag).

Og þar sem ég ætla að drífa mig að sækja hann núna strax hlýfi ég ykkur við pirringnum út af öðru skipulagi á þessum leikskóla eins og um aldursskiptingu á deildir, og skipulag starfsins.

Færðu inn athugasemd