Sumarfrí:)

Jæja þá erum við mætt. Þetta var langt ferðalag á laugardaginn. Heiðar Mar svaf ekkert í lestinni, í flugvélinni eða bílnum á leiðinni frá Keflavík, heldur lagði sig aðein á báðum flugvöllunum, í innritun og Kastrup og eftir lendingu í Keflavík. Hann er frekar aktívur piltur þannig að það passaði ekki alveg inn í planið hjá honum að sitja hjá okkur á leiðinni. Hann hafði hins vegar ekkert val þannig að þetta var nú ansi strembið á köflum. Sjö ára stelpa kunningjafólks okkar var samferða þannig að Helgi Gnýr og hún höfðu soldinn félagsskap af hvoru öðru og það var nú lítið bras á þeim.

Erum svo bara búin að hafa það  rólegt síðan að mestu. HG fór í gær að leika við frænda sinn og ég hljóp þaðan, úr Hólmgarðinum og hingað á Hagamelinn. Ég byrjaði nú ekkert að hlaupa samt fyrr en ég var komin niður í Fossvoginn. Þaðan voru ca 6,4 km. Var nú soldið þreytt þegar ég kom á leiðarenda en voða glöð að hafa drifið mig. Valdimar fór svo í morgun að hlaupa eftir sínu prógrammi.

Vikuna áður en við flugum höfðum við nóg að gera. HG fór að keppa á laugardeginum og stóð sig svona líka vel. Varð í þriðja sæti í sínum flokki og fannst honum nú ekki ónýtt að fá medalíu. Við vorum búin að leigja bíl fyrir helgina þannig að við drifum okkur í Legoland  á sunnudeginum. Það var bara fínt og HG skemmti sér vel. Það væri samt synd að segja að þetta hafi verið ferð til fjár. Mikið djöfulli er allt dýrt þarna.

Á miðvikudaginn héldum við svo í fyrsta skipti upp á 17. júní frá því við fluttum. Við hjóluðum inn í Fruens Bøge (aðeins lengra en dýragarðurinn fyrir staðkunnuga) og borðuðum íslenskt nammi með Norðfirðingum, mjög ljúft.

Valdimar og HG fóru í sund í dag. Þá sá HG krakka á sundnámskeiði og leist bara vel á og sýndist bara vera fjör hjá þeim svo hann er ekki jafn hræddur við þetta og ekki eins reiður við mömmu sína fyrir að hafa skráð sig á sundnámskeið að sér forspurðum.

Dagbjört er búin að bjóða okkur með í sjósund núna kl. 5. Ef e-ð þá læt ég mér nægja að fylgjast með. Ég er alls ekki nógu mikill nagli til að skella mér í sjóinn. Held ég láti Vesturbæjarlaugina duga.

Eitt svar to “Sumarfrí:)”

  1. Helga Dröfn Says:

    og hvað? horfðirðu bara á liðið demba sér í sjóinn eða skelltirðu þér með??

    Velkomin -heim- á klakann 🙂 Vona að þið hafið það gott í góða veðrinu og vona einnig að þið fáið svolítið frí útúr þessu, ekki bara stífa heimsóknadagskrá! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: