Kaldur kalkúnn

Síðan síðast er ég aðallega búin að vinna mikið og passa upp á sjúklinga með hina aðskiljanlegustu sjúkdóma. Verð að játa að yfirseturnar eru helvíti lengi að líða stundum og tíminn stendur jafnvel í stað einstaka sinnum. En katjíng, það koma smá peningar í kassann og það er gaman.

Litli stubbur náði sér í e-n óþverra og fékk bullandi hita í nokkra daga en er nú orðin betri en nýr. Hann er orðin ansi fær í göngunni og gengur núna um allt mjög einbeittur. Því fylgir svo að hann hrynur á hausinn nokkrum sinnum á dag og er með fallega marbletti á enninu því til sönnunar. Hann fékk tilboð um pláss á vöggustofu sem hann byrjar á eftir að við komum heim í ágúst.

Svo skyndilega í gærkvöldi var tími kominn til að taka brjóstið af honum. Ég var soldið pirruð á því að hann vaknaði þrisvar milli 10:30 og 00:00 bara til að hafa það huggulegt. Þannig að ég fór og lagði mig með honum og ætlaði bara að láta hann sofna  við hliðina á mér án þess að tyggja mig. Honum leist nú ekkert sérstaklega vel á það og grét lengi. Svo var staðan bara þannig að ég gat ekkert bara allt í einu leyft honum að drekka þannig að stundin var bara runnin upp. Tóku þá við öskur í meira enn klukkutíma. Mestu grátur/öskur sem ég hef upplifað frá mínum börnum. Svo var hann að biðja um nokkrum sinnum í nótt og svo í dag. Nú er bara að sjá hvað hann ætlar að taka langan tíma í að venjast þessu. Mér verður alveg illt í hjartanu við þetta. En þráin eftir smá kvöldfriði og nætursvefni yfvinnur það að mestu.

Á föstudaginn verður hann svo eins árs. Við ætlum nú ekki að halda neina afmælisveislu. Gerum það KANNSKI á Íslandi. Ætlum bara að fá Þóreyju og co í föstudagspizzu og litla afmælisköku.

Stóri strákurinn minn fékk nýtt belti í karateinu og ég sé núna síðustu vikurnar töluverðar framfarir hjá honum þar. Svo skráði hann sig í keppni á laugardaginn þar sem hann gerir „form“ fyrir dómara. Sjáum nú til hvernig það gengur. Hann dauðsér eftir að hafa skráð sig. Það eru tvær og hálf vika eftir af skólanum hjá honum en hann fær frí í þeirri síðustu. Það er komið mikið sumar í fólk þó veðrið fylgi ekki með og starfið í skólanum eftir því. Hann fer líka meira út að leika og að leika við vin sinn hérna í nágrenninu þegar veðrið er orðið skárra. Í gær var líka einn úr hinum 0 bekknum í heimsókn hjá honum. Eins og ég er nú glöð að vera lengi á Íslandi í sumar þá er ég pínu smeik við að hann missi þá tengslin sem hann er búin að vera að byggja upp við félagana í skólanum.

Já það held ég nú.

4 svör to “Kaldur kalkúnn”

  1. Eygló Says:

    Úff, ekkert smá „harðbrjósta“ mamma. Fyrst er brjóstið tekið af manni og svo fær maður bara kannski 1 árs afmælisveislu 😉 Þetta gengur vonandi vel.

  2. frujohanna Says:

    Já já, svona getur lífið verið hart. Í staðinn væri möguleiki að fara með hann á róló. Hann myndi alveg fíla það. En við fáum vissulega gesti á afmælinu hans og hann mun alveg njóta þess í botn að láta Atla halda á sér heilt kvöld:)

  3. Dagbjört Says:

    Úff ég fæ samúðarsting í hjartað við að lesa þetta :s En ég er líka stolt af þér, vona að þetta verði til þess að þið farið að upplifa öllu eðlilegra svefnmynstur.

    Tók mig smástund að fatta fyrirsögnina… en ég skildi þetta á endanum og það er vonandi það sem gildir 🙂

    HLAAAAAKKAAAAAA TIIIIIIIIL!!! 😀

  4. Helga Dröfn Says:

    form = Kata!! 😀

    Til lukku með duglegu strákana þína í leik og starfi 🙂

Færðu inn athugasemd