Jammí

Var að baka hrottalega góðar muffins. Ein sem ég kynntist í möðregrúppen ætlar að kíkja í morgunmat í fyrramálið og þá er nú alveg nauðsynlegt að hafa svona eftirmorgunmat.

Á laugardaginn kláraði ég Medikom námskeiðið. Það gekk að mestu vel, fékk ekki nema 4 h já venjulega sjúklingnum í verklegu. Ég var nú alveg sátt við einkunnina þegar við ræddum um hana ég og prófdómarinn en svo eftirá, eftir að hafa heyrt gengi hinna miðað við „afköst“ þá fannst mér hún helvíti hörð. Hef hana grunaða um að hafa slakað á eftir því sem leið á daginn. Ég var nefnilega fyrst inn. EN ég er ekki týpan sem vælir í kennurum yfir lélegum einkunnum. Væli bara í öðrum. En svo fékk ég 10 hjá geðsjúklingnum og 12 í skriflega (Já þetta danska einkunnakerfi er „ekki til að skilja“). En námskeiðið hefur þegar borgað sig (var reyndar ókeypis) því nú þora þau að senda mig inn á sjúkrahúsvaktir og hef ég tekið þrjár í þessari viku og bara gengið vel. Vona að ég haldi bara áfram að fá nóg af vöktum svo við getum nú bætt gjaldeyrisstöðu föðurlandsins í sumar.

Seinnipartinn á morgun erum við að fara í bátsferð með bekknum hans HG með ánni inn í Fruens Bøge sem er skógur hérna ekki svo langt frá. Vona bara að það verði skikkanlegt veður og barnið njóti sín.

3 svör to “Jammí”

 1. Dagbjört Says:

  Það væri nú gaman að smakka svona möffens…
  Vona að ferðalagið í Fruens Böge hafi verið merkilegra en í fyrra þegar við ,,fórum“ þangað með leikskólanum 🙂

 2. Hrönn Says:

  Ohh ég hef svo mikla matarást á ykkur hjónum, já ykkur báðum! Hugsa oft um samlokurnar sem þið smyrjið í nesti og reyni að líkja eftir þeim! Til hamingju með góðan árangur á námskeiðinu 12 í skriflegu! Frábært.

 3. Helga Dröfn Says:

  mmmm möffins – ég er á leiðinni!!

  ohh sé það núna að þetta var skrifað í júní svo ég er líklega búin að missa af 😦
  Jæja kannski ég hendi í möffins í staðinn!!

  Til lukku með að vera búin með námskeiðið – og gangi þér vel að stinga fólk (yfirlið) og fleira…. í mínum huga ert þú (og aðrir sem krukka í annað fólk) hetja!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: