Staðan

Er búin að vera á námskeiðinu undanfarna viku. Það margt nýtt sem ég læri þarna, t.d. var farið gróflega í persónuleikaraskanir í tengslum við geðsviðið. Eftir þá yfirferð var ég sannfærð um að ca 80% fullorðins fólks í kringum mig sé með persónuleikaröskun af einhverju tagi, þar með talin ég sjálf.
Í dag er svo síðasti dagur námskeiðsins og svo próf á laugardaginn. Í dag erum við að fara að læra að setja upp nál. Mér finnst það pínu rosalegt. Finnst það vera e-ð sem hjúkkur eða þaðan af framhaldsmenntaðra fólk gerir. Spennandi að vita hvern ég fæ að stinga í dag. Ég verð svo eflaust sjálf stungin á báðum handabökum því ég er ekkert banginn við nálar. Kannski verð ég það eftir daginn í dag.

Okkur hjónunum fer fram í hlaupunum og Heiðari Mar í labbinu. Tekur allt að 11 skref í einu. Helgi Gnýr á ekki í neinum vandræðum með hlaup og gang en ég væri alveg til í að senda hann á sundnámskeið ef það er nokkur möguleiki í sumar. Mér finnst alveg komin tími til að hann læri e-r undirstöðuatriði þar.

7 svör to “Staðan”

 1. Eygló Says:

  Ertu að vinna í einhverju heilbrigðistengdu núna?

 2. Hrönn Says:

  Já hvaða námskeið ertu að tala um?

 3. Hrönn Says:

  Var það námskeið tengt vinnunni? Þú ert sem sagt ekki að fara í þrífa fyrir fólkið heldur að hjúkra því?

 4. frujohanna Says:

  Já þetta er tengt afleysingavinnunni. Jú ég er alveg örugglega að fara að þrífa. En maður getur líka verið kallaður út á sjúkrahúsí (bæði „venjulegar“ og í geðinu) og þá þarf maður að kunna ýmislegt… svona til öryggis.

 5. frujohanna Says:

  Heilasellurnar e-ð lamaðar. Nei ég er ekki að fara að þrífa hjá fólkinu… frekar þrífa fólkið:) Aðhlynning sem sagt.

 6. Dagbjört Says:

  Haha, vonum að þú sért að nota sellurnar í eitthvað nauðsynlegra núna, eins og að vera sprenglærð fyrir prófið á morgun 🙂
  Gangi þér vel!

 7. Guðrún J. Says:

  Gaman að sjá fréttir 🙂 Kv. Guðrún og co.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: