Engar stórfréttir

Það eru engar stórfréttir á staðnum. Við erum búin að venjast því að vera ein aftur eftir bröttför mæðgnanna um daginn. Það hefur verið yndislegt vorveður undanfarnar vikur. Bara einn rigningardagur og þá var ég akkúrat kölluð út í vinnu. Er sem sagt á skrá hjá afleysingaskrifstofu sem dekkar forföll í heimaþjónustu og á sjúkrahúsum. Það er bara fínt og hentar mér vel núna því þá getum við tekið langt sumarfrí á Íslandi í sumar. En já, rigningardagurinn. Ég gleymdi sem sagt regngallanum og var hundblaut hjólandi á milli hverfa langt í burtu. En mikið var nú gott að koma heim. Það er annars ekkert brjálað að gera hjá mér í þessari vinnu en fæ vonandi meira að gera þegar ég er búin að taka námskeiðið þeirra núna frá 1.-9. maí.

Skólinn hefur alveg setið á hakanum. Ég fresta því að klára hann þar til ég hef orku í það. Við mæðgin erum enn í því að vakna endalaust á nóttunni og ég bara er hálf manneskja meðan á því stendur. Þetta er auðvitað bara sjálfskaparvíti. En ég er ekki viss um að ég þrauki árið í brjóstagjöfinni. Heiðar Mar er mjög skynsamur ungur maður en ég held að hann eigi samt ekki eftir að skilja það (héðan í frá, orðinn 10 mánaða) að það megi bara drekka á dagin en ekki á nóttunni. Þannig að ég reikna með að skera bara alveg á þetta þegar þar að kemur og ég treysti mér til. Mér finnst það samt alveg agalegt að ætla að guggna svona á brjóstagjöfinni eins mikill brjóstagjafafasisti og ég er nú. Brjóstagjöfinn er bara að taka miklu meira á mig núna en með Helga Gný, en hann var ég með á brjósti í 22 mánuði og fannst það eiginlega ekkert mál þá.

Merkilegt nokk þá hef ég haldið mig við að fara út að hlaupa annan hvern dag. Meira að segja langaði mig út í gær líka en ákvað samt að missa mig nú ekki alveg. Það getur samt vel verið að ég reyni bara að fara út alla þá morgna sem ég kemst. Ætla að melta þetta aðeins. Svo skellti Valdimar sér út í morgun líka. Sjáum hvað verður úr þessu.

Á föstudaginn voru núll bekkirnir með upplestur í skólanum. Þau voru búin að vera með þema um tröll og voru öll búin að skrifa litla tröllasögu og svo lásu þau upp hvert af öðru. Helgi Gnýr stóð sig eins og hetja. Las hátt og skýrt (best, auðvitað, að mati foreldranna) og þurfti enga hjálp sem mörg börnin annars þurftu (sem er auðvitað líka eðlilegt fyrir svona smáfólk). Hann fékk líka svo góða umsögn í foreldraviðtali fyrir mánuði síðan. Hann stendur sig mjög vel í skólanum í öllu þessu faglega og þetta félagslega er allt að smella líka hjá honum. Hann er einn af þeim fyrstu í bekknum að læra að lesa sem mér finnst bara mjög flott því hann er auðvitað að basla með tvö tungumál og er fæddur seint á árinu.

Heiðar Mar er algjör gaur. Rífst bara á móti þegar honum er bannað e-ð og veit alveg nákvæmlega hvað hann vill. Hann er núna í því að æfa sig að taka skref og tekur núna iðulega 3-4 skref í einu. Svo segir hann bara nei stanslaust og er að myndast við að segja mamma og jafnvel pabbi við viðeigandi aðstæður. Hann er búinn að babbla mammammammamma í marga mánuði en núna finnst mér þetta vera soldið almennilega markvisst hjá honum. Hann verður því væntanlega orðinn ansi vel hreyfanlegur þegar við komum heim í sumarfrí.

Já og kosningarnar… Ég er auðvitað sátt. Svo er bara að sjá hvað verður úr þessu hjá þeim.

3 svör to “Engar stórfréttir”

  1. Hrönn Says:

    Gaman að geta lesið um ykkur aftur. Til hamingju með dugnaðarskólastrákinn. Það er gott að þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvort að börnin mans fúnkeri vel í skólakerfinu.

  2. Dagbjört Says:

    Þið eruð öll svo dugleg! Svo má heldur ekki gleyma því að Heiðar Mar kann að segja Dah sem ég kýs auðvitað bara að túlka á einn veg en það vill svo til að tölvupósturinn minn hjá hi er einmitt dah4, enn eitt merkið um gáfur drengjanna þinna!

  3. Helga Dröfn Says:

    Segi eins og Dagbjört – þið eruð öll svo dugleg! =)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: