Fótur fluttur

Ungi maðurinn, sá rúmlega 10 mánaða, hefur verið að æfa sig undanfarnar tvær vikur í því að standa án stuðnings og áðan (ég myndi ekki ganga svo langt að segja að hann hafi tekið skref) flutti hann fótinn.  …hálftíma síðar: Hann gerði þetta tvisvar aftur.

Á sama tíma hefur sá eldri verið að æfa sig í nýja Nintendo tölvuspilinu sínu. Mér finnst hann bara nokkuð klár í þessu miðað við ákaflega litla reynslu af tölvuleikjum. Svo finnst mér þetta heldur ekkert leiðinlegt. Sjálf átti ég bara Donkey Kong JR þannig að þetta er nú soldið stórt stökk fyrir mig.

Ég fór í morgun með Dagbjörtu í stöðvaþjálfun hjá vinkonu hennar sem er með tíma aðra hverja viku á sjúkrahúsinu. Það var rosalegt! En samt gaman. Er líka búin að fara að hlaupa tvisvar í vikunni með Dagbjörtu og gera æfingar. Væri bara mest til í að hafa hana sem einkaþjálfara. Ég hef akkúrat engan sjálfsaga til að drífa mig út sjálf.

Svo er bara að njóta síðasta kvöldsins með Dagbjörtu í bili. Helgi Gnýr notar síðasta tækifærið vel og hún fær að bursta og lesa fyrir svefninn. Kannski við hin ættum að gera það bara líka, Dagbjört er náttúrulega þekkt fyrir góða tannhirðu:)

4 svör to “Fótur fluttur”

 1. Dagbjört Says:

  Jiminn, þú bara búin að blogga þrisvar án minnar vitundar!
  Strax farin að hlakka til að sjá ykkur aftur í sumar og sjá unga manninn labba eins og herforingja!

 2. Helga Dröfn Says:

  HAHAHA já tannhirða DH er vissulega oft til umræðu…. ekki að ástæðulausu!!

  En já alltaf gott að hafa einhvern sem dregur mann út!
  Notaðu þá timann þangað til þið hittist næst til að ná enn betri árangri… you go girl… =)

 3. Hrönn Says:

  Þú átt svo bráðþroska stráka. Mér finnst samt ferlega asnalegt að fá ekki að sjá Heiðar litla fyrr en hann er farinn að hlaupa bara í sumar! Hlakka mikið til.

 4. Nína Says:

  Flott að bloggið er komið af stað aftur. Búin að koma margar fýluferðir hingað! Til hamingju með Heiðar Mar og framfarirnar, ætlar ekki að verða lengi að þessu frekar heldur en HG.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: