Archive for september, 2008

september 29, 2008

Ég er með undarlega tilfinningu í maganum, soldið eins og ég sé að upplifa e-ð merkilegt en þó ekkert skemmtilegt í sjálfu sér. Ætli byltingin sé í nánd fyrst sjálfir kapítalistarnir eru farnir að þjóðnýta banka?

Ofurlaun bankastjóra og stjórnenda fyrirtækja undanfarin ár hafa verið réttlætt með þeirri miklu ábyrgð sem þeir bera og þeirri gríðarlegu þekkingu sem þeir hafa á fjármálageiranum. Þetta með ábyrgðina var greinilega bara djók. Ekkert sérstaklega fyndið að mínu mati. Ég vona bara að sjálftökumennirnir sem léku sér með peninga almennings og létu sig hverfa hafi það gott núna.

E-ð segir mér að fjöldi fólks eigi nú eftir að flykkjast með peningana sína/skuldirnar sínar til Glitnis, enda væntanlega traustur ríkisbanki þar á ferð.

já…

september 14, 2008

…nei. Tölvan er ekki komin úr viðgerð. Pabbi er hins vegar kominn í heimsókn. Hann kom með slúður, bækur, súkkulaði og tölvu handa okkur! Já takk, hann ætlar bara að „lána“ okkur glænýju tölvuna sína sem hann keypti í gær eins lengi og við þurfum og viljum. Maður þakkar nú bara pent fyrir sig.

Það er mjög skrýtið að komast aftur í tölvu eftir svona langan tíma. Maður veit varla hvar maður á að byrja. Er búin að kíkja á nokkrar bloggsíður, skoða tölvupóstinn og kíkja á fréttir. Hvernig virkaði lífið eiginlega áður en tölvurnar komu. Mér er spurn! Meira að segja Helgi Gnýr saknar þess að skoða sig um á YouTube.

Fjarvistir

september 11, 2008

Fina fina tolvan okkar er bilud og er i vidgerd. Sjalfur hardi diskurinn biladur. Jah eda vid erum fyrst ad kvarta og standa i veseni thvi their vilja ekki borga vidgerdina. Verd ad segja ad Apple hefur lækkad toluvert i aliti hja mer vid thetta. Thannig ad thad verdur bloggleysi og thad sem er enntha verra – algjort tolvuleysi a heimilinu. Thetta er svona Cold Turkey afvotnun sem vid hofum alls ekki valid okkur sjalf. Erum buin ad vera tolvulaus sidan 29. agust thannig ad thad gæti thess vegna verid buid ad skipta oft um meirihluta i borgarstjorn og vid vitum bara ekki neitt!

Nuna thurfti eg sem sagt naudsynlega a netkaffi til ad utfylla kvortunarbref. Sjaumst vonandi e-n timan aftur her.