Kaldlynd

Alveg snertir þetta hvítabjarnardráp ekki eina taug í mér. Frekar að vælið yfir því pirri mig. Átti að svæfa hann og flytja hann til Grænlands svo hægt væri að skjóta hann þar frekar? Þó að þessi síða (sem vísindavefurinn hefur m.a. vísað til) varðandi dýr í útrýmingarhættu sé með hann á skrá hjá sér þá kaupi ég það ekki alveg. Samkvæmt frétt í danska fréttablaðinu fyrir stuttu hefur þeim einmitt fjölgað úr ca 8000 dýrum  árið 1965 í ca 20-25 þúsund dýr í dag. Ég er soldið hrædd um að  hvítabjörninn sé settur á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu af því að þetta eru „sætir bangsar“ rétt eins og „gáfuðu hvalirnir“.  Svo játa ég að ég væri alveg til í að smakka ísbjarnarlundasteik eða gómsætt ísbjarnarpaté. Sé alveg fyrir mér að það færi vel um það innan um kræsingarnar á jóladagsbrunchborðinu hjá mágkonu minni;)

Það er á hreinu að engum afmælisdögum verður stolið í þessu holli. Birkir, Vaka (bæði 8 ára) og Jóhanna Dagrún (eins árs) hafa átt afmæli síðustu daga. – Til hamingju með það foreldrar. Helst langar mig að klára þetta sem fyrst. Ég er að verða soldið óþolinmóð núna. Kannski verður þetta þann 14. eftir allt saman. Annars fór ég að finna fyrir bjúg í fótunum í fyrsta skipti í gær sem ég kalla bara gott. Tókst ekkert að ganga hann af mér áðan samt. Fórum í smá gönguferð í bæinn í kvöld því það  var „open by night“ sem er svona menningarnótt nema mínus menning, aðallega bara sala og fullt af fólki. Komum við í Irmu í örvæntingarfullri leit að góða tyrkisk peber ísnum. Fundum hann ekki en fundum soldið íslenskt nammi og keyptum smá. Þetta er auðvitað rándýrt eins og allt í þessari búð. En svosem alveg hægt að kljúfa þetta.

Jæja farin í bælið. Allir farnir að sofa nema ég. 

14 svör to “Kaldlynd”

  1. Dagbjört Says:

    Tillitssamt barn sem er á leiðinni að stela ekki þrumunni frá öðrum varðandi afmælisdag.

    Ég finn smá til með bjössa litla 😦 Enda kannski ekki við öðru að búast af manneskjunni sem afsakaði hundinn sem beit hana þegar hún var 5 ára.

  2. Auður Says:

    Takk fyrir Jóhanna mín.. hér er svo gaman að koma og lesa og bíða frétta:)

  3. Salný Says:

    segi eins og dagbjört er alveg smá leið yfir þessu með bangsann en það var svo sem ekkert annað í stöðunni að gera en skjóta greyið fyrst múgur og margmenni þurfti að safnast saman til að sjá hann án þess að vera settar neinar hömlur.

    Eins og þú sást í gær þá reyndi ég að hringja en svo var klukkan orðin svo margt hjá þér þegar ég hafði tíma eftir kvöldmat að ég kunni ekki við að hringja aftur. Reyni síðar en fljótlega samt. kkv.

  4. Hrönn Says:

    Þetta fer að vera æsispennandi að biðin eftir barninu, ég held að þú verðir bara stundvís og komir með barnið á settum degi. Frábært dagbjört að afsaka hundinn, ég var bitin af hundi þegar ég var svona 10 ára að bera út og lét engan vita, fannst þetta ekkert mál. Sá svo um kvöldið að það blæddi úr sárinu…

  5. Guðrún J Says:

    Já Hrönn var ég ekki með þegar litli brjálaði púddel (ég skrifa það nú bara eins og ég segi það) hundurinn beit þig!! Og já einhvernveginn var maður pínu leiður yfir þessu með bangsann, en það hefði örugglega ekkert verið spes að fá vígtennurnar hans í sig… Gangi þér vel Jóhanna, ef barnið skildi koma á réttum tíma 🙂

  6. blaha Says:

    þú fengir bara svaðalega kvikasilfurseitrun af ísbjarnapatéi, ísbjarnalifur er víst baneitruð og bráðdrepandi þannig að þú skalt alveg láta það eiga sig. annars bíð ég spennt eftir þessu tillitsama barni en verð útá ítalíu, í mjög stopulu netsambandi og verð því líklega síðust til að frétta. reyni samt að fylgjast með.

  7. Úrsúla Manda Says:

    Jóhanna mér líst vel á þetta, þú bíður bara þangað til 14. rennur upp 🙂 Alveg málið sko! Ég meina, það er nú ekki nema rétt vika í þann dag, svo vika til eða frá… ekkert mál 🙂 *hóst* – segir ein sem langar að drífa þetta af á 38. viku 🙂

  8. Auður Says:

    já hér kíkir maður orðið inn oft á dag 🙂
    Gangi þér vel !

  9. frujohanna Says:

    Já ég held þið getið alveg verið rólegar. Það er EKKERT að gerast.

  10. Auður Says:

    við bíðum spenntar engu að síður.. greini ég smá pirring þarna…

  11. frujohanna Says:

    Nei nei, uss ég get nú varla leyft mér að vera mjög pirruð ennþá:)

  12. Dagbjört Says:

    Var þetta svartur púddel hundur? Mig minnir að minnsta kosti að sá sem ég komst í kynni við hafi litið þannig út og átt heima í brekkunni við kirkjuna (já ég er farin að gleyma götunöfnum, lélegt, ég veit). Annars man pabbi eflaust hvernig hundurinn leit út, honum leist ekkert á þetta.

  13. Auður Says:

    jeminn hvað ég fer oft hérna inn á dag ha ha ha

  14. Steinunn Þóra Says:

    Já ég líka. Maður gæti haldið að Jóhanna hefði eitthvað betra við tíma sinn að gera en að skrifa stöðugt hér inn til að fulnægja forvitnum lesendum á Íslandi.

Færðu inn athugasemd