Úr fjarlægð

Skrýtið að fylgjast með öllum jarðskjálftafréttunum svona úr fjarlægð. Fengum það reyndar alveg í beinni á msn-inu þegar Dagbjört fann fyrir honum í kjallaranum á kvennadeildinni. Hef hugsað til fyrrum vinnufélaga míns í „810 paradís“ („hvaða rugl er nú það?“ hugsar þá fólkið í 740 paradís;). Samkvæmt fréttum þá hafa allir orðið fyrir tjóni á innbúi og mörg hús hafa skemmst. Vona bara það besta fyrir hans hönd. Og kveðja til þín og fjölsk. ef þú lest ennþá:)

Í dag eru allir í fríi og voða gott veður. Það er ekkert á dagskrá en við finnum okkur örugglega e-ð að gera. Eins og t.d. að borða ís. 

7 svör to “Úr fjarlægð”

 1. Auður Says:

  já maður gerir sér líklega enga grein fyrir því hvernig upplifun þetta er..
  en já ég brosti þegar ég las um ísinn.. var einmitt minnst nokkrum sinnum á ís í síðasta bloggi.. enda er hann líka góður og við borðuðum mikinn ís í DK 🙂
  ískveðja Auður og nafna þín Dagrún

 2. frujohanna Says:

  Vorum einmitt að koma úr bæjarferð þar sem við fengum okkur yndislegan ís:D

 3. Njörður Says:

  Takk fyrir Jóhanna … og ég les ennþá. 810 paradís var ekki alveg eins mikil paradís í gær, en er þó samt mesta paradísin! Með kveðju frá Hveragerði, Njörður og fjölskylda

 4. Salný Says:

  OK.. sem sagt allt með kyrrum kjörum ennþá… reyni að hringja í þig fyrir 8. ef ég get vegna anna… allt vitlaust að gera.. 5 fæðingar á 4 dögum og búið að ganga á ýmsu get ég sagt þér. Hef ekki einu sinni haft tíma til að hugsa til þeirra sem ég þekki á suðurlandi, t.d. tengdamóður minnar á heilsuhælinu og tveggja vinkvenna úr ljósmæðraskólanum. Maddý er alla vegna komin heil heim. En ég hugsa stanslaust til þín þessa dagana. Hringi fljótlega.. snökt.. Ætla að fara að panta flugfar til ykkar í júlí til að slá á söknuðinn. kkkkkk. kv. Salný

 5. Salný Says:

  búin að panta flugfar 🙂 Ættum að vera hjá ykkur í kringum kl. 16 þann 22/7´08 reiknað með einhverjum töfum sem yfirleitt tilheyra.

 6. frujohanna Says:

  Jei:D En gaman. Gaman að geta fært það inn í dagatalið! Ég bíð einmitt núna spennt eftir nýjum myndum af frænkunum í nýjum kjólum hjá henni Maríu.

 7. Salný Says:

  vá.. það sem þú fréttir ekki… þær voru mjög sætar í kjólunum, svona eins og klipptar út úr sound of music eitthvað… kkv.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: