Rapport

Best að rapportera aðeins til að koma sér í gang. (Bið þá afsökunar sem héldu að þetta væri lærð grein um ákveðið tímarit). 

Við skelltum okkur í dýragarðinn á laugardaginn. Það sem stóð upp úr voru halakörturnar í hrúgum í tjörninni hjá skjaldbökunum. Nú langar mig bara til að fara að sjá froska. Hef ekki séð villtan frosk síðan við fluttum. Svo settumst við og fengum okkur ís sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að þegar við vorum að fara af stað aftur þá duttum við Valdimar aftur fyrir okkur á bekknum. Ákaflega neyðarlegt atriði sem fáir urðu vitni að sem betur fer (kosturinn við að vera seint á ferðinni). Svo vorum við á heimleið og þá neyddumst við til að fara í gegnum búðina í dýragarðinum. HG fer auðvitað alltaf að biðja um e-ð og ég sagði honum að það stæði nú ekki til að kaupa neitt núna. Þá sagði hann frekar strangur við mig „ég sagði síðast [þegar við fórum í dýragarðinn] að þetta gæti ekki alltaf verið svona!“ Hann kríaði þannig slöngu frá afa sínum og svo keyptum við dýrapassara skyrtu og derhúfu handa honum sem hann var svosem ekkert að biðja um en er mjög ánægður með. Eini gallinn er að hann getur yfirleitt ekki verið í fötum nema í einn dag og hefur átt mjög erfitt með að bíða eftir næsta þvottadegi. 

Á sunnudaginn grillaði Valdimar alveg hrikalega góðan kjúkling. Svosem engar stórfréttir, þetta var bara svoo gott. 

Á mánudaginn rigndi alveg hrikalega mikið en við litla fjölskyldan þurftum þó að drífa okkur út til ljósmóðurinnar í eftirlit þannig að við hjóluðum þangað. Þá er nú gott að eiga góðann regngalla. Didrikson bjargaði alveg þessum degi. Valdimar er nú svo hégómlegur að hann fór bara í léttann regnjakka og var hundblautur. HG hafði það huggulegt í hjólavagninum blundaði á leiðinni. 

Þriðjudagur var í fyrradag og ég man ekkert hvort e-ð markvert eða ekki henti þá.

Í gær fórum við HG með pabba í verslunarmiðstöðina til að kanna hlaupaskó og verð á þeim. Það var aðallega góður göngutúr og við fengum okkur ís í leðinni. Mjög fínt. 

Í dag er svo þvottadagurinn sem hefur verið beðið með óþreyju síðustu daga. HG og pabbi fóru í göngu/hjólatúr á gamla rólóinn okkar niðri í Munkemose og komu glorhungraðir heim. 

Sem sagt engin stórtíðindi. Enda ekki við því að búast. Þar sem Valdimar er afar latur á sinni síðu (en mjög ólatur á öðrum vígstöðvum) get ég sagt frá því að hann skar af sér eitt stykki fingrafar síðasta fimmtudag. Þannig fékk hann helgarfrí í lengra lagi en blandað með töluverðum sársauka svona framanaf. En þetta grær voða vel og hann fór í vinnu á þriðjudag.

Þannig var nú það.

3 svör to “Rapport”

  1. Dagbjört Says:

    Gaman að fá fréttir. Það er hrikalega stutt þangað til ég kem!

  2. Salný Says:

    fínt að fá smá rapport.. gangi þér nú vel fram að fæðingu. kv. Salný

  3. Auður Says:

    sama hér.. voða gaman að fá smá fréttir:)
    hafið það sem best!
    sjómannadagshelgarkveðja
    Auður

Færðu inn athugasemd