Nýklipptir

Þeir eru allir ægilega fínir eftir klippinguna. Hér eru myndir af aðalmanninum – fyrir og eftir. Og hann er auðvitað mjög sáttur við klippinguna sína.

Svo spillir auðvitað ekki fyrir að vera í svona gæjalegum sumarfötum:)

Nú er það bara húsmóðirin á heimilinu sem er frekkar ólekker um höfuðið. En það stendur samt ekki til að gera neitt í því þó ég hafi síðast farið í klippingu hjá Sigrúnu fyrir jólin.

10 svör to “Nýklipptir”

  1. Steinunn Þóra Says:

    Glæsilegur!

  2. Bryndís Says:

    Vá hvað er hægt að vera svalur 5 ára gutti.

  3. Dagbjört Says:

    Það sem Bryndís sagði.

    Þakka skjót viðbrögð við bón minni 🙂

  4. Salný Says:

    glæsilegur.. skelltu þér bara til Tyrkjans líka og fáðu svona hanakamb, hann fer þér örugglega ekki síður vel en frumburðinum 🙂 En svona í fúlustu alvöru þá er alveg ótrúlegt hvað það gerir manni gott að fara í klippingu, getur bara virkað eins og besta andlitslyfting, skora á þig að skella þér á einhverja góða stofu. kkv. Salný

  5. Nína Says:

    Hæ elsku Jóhanna mín. Ég er að fara til Perú núna á föstudaginn en ég óska þér alls hins besta og hlakka til að fylgjast með þegar litla krílið kemur í heiminn. Þetta verður æðislegt. Þú ert rosalega sæt ólétt. Flott myndin af ykkur HG saman.

  6. Auður Says:

    Hann er æði pilturinn!

  7. Guðrún J Says:

    Vá ekkert smá flottar fyrir og eftir myndir! Þvílikur töffari!!

  8. Berta Heiðarsdóttir Says:

    FFFFFlottur frændi!!! En má ég spyrja hvenar barnið sé væntalegt í heiminn?
    Kv.Berta

  9. frujohanna Says:

    Já það má spyrja. Settur dagur er 8. júní. Þannig að fræðilega séð getur þetta gerst núna hvenær sem er og í allra allra allra síðasta lagi 22. júní. Ég býð nú ekki í andlega heilsu mína ef ég þyrfti að bíða svo lengi.

  10. Íris Hlín Says:

    Svakalega er strákurinn flott klipptur.
    Ég sé núna að niðurtalningin er byrjuð, vika til 10 dagar eftir….

    kv. Íris Hlín

Skildu eftir svar við Bryndís Hætta við svar