Mættur

Pabbi kom í gær að nálgast fjögur. Sem betur fer ekki seinna því það var óþolinmóður ungur maður sem byrjaði að spyrja kl. 9 í gærmorgunn „hvenær kemur afi?“ og svo með ákaflega þéttu millibili. Hann kom færandi hendi með nammi, blöð og bækur handa okkur öllum – og sagógrjón. Bók um eðlur hitti alveg í mark hjá HG. Og svo sendi Hjörvar mér fallegt hálsmen og HG voða fín sundgleraugu sem ég vona að hann geti nú notað í sumar. Það er bara eins og jólin séu komin.

Karlpeningurinn fór allur til hans Dogans í klippingu. Þeir voru allir orðnir ansi hárfagrir þannig að ég reikna með mikilli breytingu. HG verður eflaust með hvítann ramma milli litarins sem hann er búin að fá og nýju hárlínunnar. En það er nú bara gaman.

Og gaman að Ísland skildi nú loksins komast áfram í júróinu. Mér fannst bara vanta Draupni á sviðið. Það verður allt fallegra og skemmtilegra þegar hann er nærri.

4 svör to “Mættur”

 1. Salný Says:

  æði að vera búin að fá pabba/afa í heimsókn, geri fastlega ráð fyrir að þeir komi allir vel snyrtir frá Tyrkjanum (var það ekki annars Tyrki). Hugsa til þín all the time þetta dagana og tel niður. kv. Salný

 2. frujohanna Says:

  Já það er bara lúxus að fá svona heimsókn. Og jú Dogan er frá Tyrklandi. Ég tel líka niður – eða upp:) Á sunnudaginn verða akkurat 38 vikur.

 3. Dagbjört Says:

  Þarf ekki að setja klippingarmynd af karlpeningnum á bloggið. Það er svo gaman að sjá myndir af ykkur 🙂

  Ég var einmitt að hugsa hvort að þið hafið verið svona dugleg að kjósa? 🙂
  Draupnir hlýtur að mæta á svæðið á laugardaginn, treysti á það!

  (myndin sem er af þér hérna, er þetta mynd sem HG tók í fyrrasumar í bílnum á ferðalaginu um landið?)

 4. frujohanna Says:

  Við vorum dugleg að kjósa, notuðum alla síma heimilisins. Það er aldrei að vita nema það komi klippingarmynd enda er ég búin að leggja mig og verð örugglega eldhress bráðum. Myndina af mér tók HG í flugvélinni á leiðinni til Íslands um jólin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: