Gaman

Tölvuviðskiptum okkar við Bilka er lokið. VUHÚ! Valdimar fór og sótti tölvuna í gær úr viðgerð. Svo þegar heim var komið gekk bara mjög illa að halda henni gangandi. Hún hitnaði mikið og slökkti stanslaust á sér. Við prófuðum að strauja hana, nokkrum sinnum, en hún hélst ekki gangandi nógu lengi til að komast í gegnum það ferli. Þannig að við HG fórum í leiðangur í Bilka í dag. Ég var alveg ákveðin í því að ég ætlaði að fá peningana til baka í þetta sinn eða „køre klagesag“ í gegnum forbrugerstyrelsen. Fyrst átti nú að pranga inn á mig sambærilegri tölvu en ég gaf mig ekki og svo mætti yfirmaðurinn og þegar ég gerði honum það ljóst þá var þetta ekkert mál. Fékk 7 þús. dkk til baka í hundraðköllum:) Þvílíkur léttir að vera laus við þetta rusl!

Í leiðangrinum komum við við í skólanum og í barnabúð að kaupa smotterí þannig að allt er að smella. Fyrir hádegið var meira að segja stóri þvottadagur þannig að ég get hreinlega farið að pakka ofan í tösku. Það veitir ekki af að fara að taka það saman því það er nóg sem þarf að taka með. Það eru sko engir bleikir eða bláir gallar sem maður getur gengið í og bleyjulager fyrir móður og barn, ónei. Þetta allt og miklu meira til (allt annað sem maður þarf að nota yfir höfuð!) þarf maður að mæta með sjálfur. Maður er svo vanur lúxusnum á Landspítalanum að manni finnst hálf skrýtið að þurfa að mæta með bleyjupakkann með sér.

Á morgun kemur pabbi. Við HG ætlum að mæta á lestarstöðina en Valdimar verður að vinna langan dag. Við hlökkum til.

2 svör to “Gaman”

  1. Salný Says:

    glöð fyrir ykkar hönd að þessum viðskiptum sé lokið. Fín tilbreyting á lokasprettinum og á verkfallstímum að fá pabba/afa í heimsókn. Farðu nú vel með þig. Hugsa til ykkar all the time. kkv. Salný

  2. Helga Dröfn Says:

    Mér finnst þetta glatað fyrirkomulag. Að geta ekki klætt hvítvoðunga í hvít/ljós, hlutlaus föt. Mér finnst eiginlega að maður ætti að geta fengið svoleiðis föt á þau upp í 4-6 mánaða.

    Vona þín vegna að þetta gerist fyrr en síðar 🙂 Gangi ykkur bara rosa vel, hvenær sem það gerist

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: