Þrýstingurinn

Ég er ekki viss um að blóðþrýstingurinn sé jafn fínn í dag og undanfarið. Fyrir því eru tvær ástæður:

1. Hringdi í Bilka þar sem tölvan hefur verið í rúmar þrjár vikur í viðgerð. Jú hún var tilbúin. HÚN VAR TILBÚIN ÞANN 8. MAÍ. Ég hélt ég myndi garga á manninn. „Við sendum bréf“. Já einmitt. Það virkaði líka svo vel síðast þegar hún fór í viðgerð sem var í júlí í fyrra. Það hefur ekki enn borist.

2. Þar sem ég hef mjög mikinn áhuga á innflytjendamálum og þar undir móttöku flóttamanna hef ég kíkt inn á þessa bloggsíðu. Og svo ummæli mannsins á öðrum bloggsíðum og fjölmiðlum. Þetta mál er að verða soldið eins og líkfundarmálið fyrir Neskaupstað. Það getur vel verið að e-ð sé til í því sem maðurinn segir varðandi kynningu á málinu og undirbúning. Það er bara svo helvíti erfitt að koma auga á það innan um allar svívirðingarnar og fúkyrðaflauminn. …eða eins og sumir kalla það „vandaða greinargerð“ og „opna umræðu um innflytjendamál“.

Jæja ætla að fara að róa mig og búa til sagógrjónagraut úr síðustu grjónunum af lagernum sem keyptur var í fyrra í Melabúðinni. ÓNEI síðustu sagógrjónin! Anda djúpt.

5 svör to “Þrýstingurinn”

 1. Dagbjört Says:

  Ég skal bara sjá um þennan hækkaða þrýsting fyrir þína hönd, má frekar við því þar sem ég er ekki að fara að eignast barn fljótlega (ef frá eru dregin fyrirlesturinn og ritgerðin).

  Ekki hafa áhyggjur af grjónunum, það fara að koma gestir 😉

 2. hildigunnur Says:

  það er líka til póstþjónusta, örugglega ekki svo dýrt að senda sagógrjónapakka 😀

 3. frujohanna Says:

  Já við erum mjög meðvituð um að það er til póstþjónusta. Ef mér skjátlast ekki kostar líklega meira að senda pakkann en virði hans. A.m.k. miðað við þá pakka sem við höfum sent og fengið.

 4. Lára Dagbjartarvinkona Says:

  Gaaad hvað ég öfunda þig að geta hjólað. Ég get ekki neitt nema prjóna. Farin að prjóna í Danmörku núna, flutti í gær til Horsens…

 5. frujohanna Says:

  Ég væri alveg til í að fórna hjólinu ef ég gæti prjónað e-ð fínt. Velkomin til Horsens:D

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: