ókristilegt

Þegar ég ætlaði að læða mér á klósettið rétt fyrir sjö í morgun þá var prinsinn bara mættur fram í stofu að bíða eftir að sjónvarpsdagskráin byrjaði. Ég er nú mjög sátt við að forgangsröðunin hafi færst frá því að vekja okkur á svona ókristilegum tíma, en að sitja bara og horfa á ekki neitt í sjónvarpinu er bara hálf trist. Tala nú ekki um að vakna svona snemma á sunnudagsmorgni þegar ekkert er á dagskrá.

Þetta hefur ekki verið stór framkvæmdadagur en ég er þó búin að þrífa gluggana að utan. Voða gaman að horfa út án þess að hlussu fuglaskítur og almenn drulla byrgi manni sýn.

Það er komið lítið seiði í fiskabúrið. Ég stórefast nú um að það komist á legg þar sem það er einn stór fiskur sem terroriserar allt búrið og á örugglega sök á því að það vantar bita í sporðinn á einum af litlu gullfiskunum.

4 svör to “ókristilegt”

 1. Dagbjört Says:

  Þá er nú vonandi að hann fari ekki að læðast út á þessum ókristilegu tímum sem hann vaknar á. Er hann orðinn það hugrakkur fyrst hann er farinn að leika sér úti sjálfur?

  Ég sá einmitt sjö ára fisk á föstudaginn sem er í leikherberginu á Barnaspítalanum. Hann stendur einn eftir þrátt fyrir að hafa átt nokkra vini um ævina 🙂

 2. Bryndís Says:

  Heilræði fyrrum fiskumsjónarmanns: sjáirðu að fiskur sé „óléttur“ þá tekurðu fiskinn frá og leyfir seiðunum að komast á legg áður en þú setur þau aftur í búrið. Þetta má t.d. gerar með því að setja glæra skál ofan í búrið (efst) svo að seiðin alist upp í fiskabúrsvatninu en samt í öruggu umhverfi móður. Félagi Mozart og ryksugufiskurinn Óskar voru skæðir morðingjar og átti Mozart milljarða seiðalífa á samviskunni í þau rúmlega 20 ár sem hann lifði.

 3. frujohanna Says:

  Athyglisvert. Ég reyndar hef ekki hugmynd um hvernig maður sér að fiskur er „óléttur“ en var búin að velta fyrir mér hvað maður gæti gert til að bjarga seiðunum. Það eru reyndar þrír litlir ryksugufiskar en ég vona að þeir séu of litlir til að stunda svona iðju. Annars er HG svo mikill froskamaður að ég hef nú látið mig dreyma um að finna einn „Mozart“ handa honum í búrið. Hugsa sér að hann hafi lifað í 20 ár!

 4. Eygló Says:

  Oj, áttu svona fisk eins og Hrönn og Svenni? Mér var nú ekkert sama að sofa á sömu hæð og hann *hroll*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: