Einbeittir

Valdimar er búinn að vera að brasa í matseðlagerð. HG fannst það mjög áhugavert og hér eru þeir tveir mjög einbeittir að rissa upp réttina hérna eftir kvöldmatinn. HG þótti t.d. vanta pistasíu á sköturétt með mjög fansí nafni og það var komin mikil dramatík í þetta þar sem maður var að fá svo hrikalega heita steik að hann brenndi sig á tungunni og það rauk upp úr hausnum á honum. Þetta var allt svona hófstilltara hjá Valdimari.

Á fimmtudag fjölgar heimilisfólkinu um einn þar sem pabbi ætlar að skella sér til okkar. Það verður nú bara notalegt. Ég er samt hrædd um að ég fái ekki að fara ferða minna jafn frjáls á hjóli eins og hingað til þegar pabbi verður mættur á svæðið til að ræða það mál í eigin persónu. Það er bara svo miklu auðveldara og fljótlegra að ferðast um að hjóli heldur en að kjagast um með samdráttarverki alveg niður í… En þar sem ég er farin að líta svo afkáralega út á hjólinu með lappirnar út til hliðanna m.a. þá held ég að ég fari nú brátt að draga mig í hlé.

2 svör to “Einbeittir”

  1. Dagbjört Says:

    ,,Á fimmtudag fjölgar heimilisfólkinu um einn…“ Las þetta og náði að hugsa áður en að útskýringunni kom að þú værir búin að gera nákvæmari samning sem hljóðaði upp á að barnið kæmi á fimmtudaginn.

  2. Auður Says:

    Já fólkinu mínu heima fannst heldur ekkert sniðugt að ég væri hjólandi um komin á tíma og rúmlega það.. en það var svo voðalega þægilegt bara:o)
    Hafið það gott!
    kveðja Auður og Jóhanna Dagrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: