óhjátrúarfull

Þar sem 37 vikurnar eru alveg að skríða inn núna um helgina þá skrapp ég í bæinn í dag í ýmsar útréttingar. Skráði HG í íslenskukennslu og fór í Matas, H&M og aðra fatabúð. Eftir frekar stutta könnun sýnist mér H&M vera sirka eina búðin sem selur hlutlaus barnaföt fyrir okkur þau fáu sem ekki fáum að vita kyn barnsins fyrir fæðingu. Ég keypti nokkra garma á ófædda barnið og það stóra líka þar sem hann bráðvantaði léttar sumarbuxur o.fl. Hjátrúarfullir fá kannski fyrir hjartað að heyra af því að maður sé að kaupa svona á ófætt barnið en ég er öll að koma til á því sviðinu. Ef e-ð kemur fyrir þá er það nefnilega alveg örugglega ekki af því að maður hefur keypt e-ð í e-i búð. En áður en HG fæddist þá man ég bara ekki til þess að við höfum keypt nokkurn skapaðan hlut. Fengum allt lánað og gefið.

Á morgun ætlum við að sækja vöggu til Þóreyjar og Atla sem þau ætla að lána okkur og á þriðjudaginn munum við fá vagninn sendann heim þannig að þetta er svona allt að koma.

Nú er HG kominn í verkfallsfrí aftur. Valdimar verður að vinna mikið alla næstu viku þannig að við verðum að finna okkur e-ð skemmtilegt að gera svo við drepumst ekki bæði úr leiðindum.

2 svör to “óhjátrúarfull”

  1. Dagbjört Says:

    Hvar getur Helgi Gnýr komist í íslenskukennslu og hvernig virkar hún?

    Þú þyrftir eiginlega að sjá nýju Símaauglýsinguna með Jóni Gnarr (og fleirum sem eru ekki jafnfyndnir). Athuga hvort ég finn hana ekki á netinu.

    Ánægð með trúleysi þitt í hjátrúnni. Það er svo lítið pláss fyrir svoleiðis í lífinu.

  2. frujohanna Says:

    Ef nógu margir hafa verið skráðir þá er íslenskukennsla einu sinni í viku í skóla nokkra kílómetra hérna í burtu. Ég veit ekki hvernig hún „virkar“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: