Óbærilegur…

hiti! Eins og ég elska gott veður þá hef ég alveg afskaplega lítið hitaþol. Það var líklega um 30 stiga hiti þar sem við settumst út í garð og fengum okkur hádegissnarl og það er bara allt of heitt  fyrir mig. En veðrið er auðvitað draumur, maður þarf bara að velja sér góðan stað, stundum jafnvel inni til þess að njóta þess.

Svo getur maður nú alltaf fundið sér e-ð til að kvarta yfir. Eins og sólarvörn er nauðsynleg þá finnst mér svo ferlega leiðinlegt að bera hana á. Og það þarf helst að bera á HG tvisvar á dag, á morgnana og svo um hádegið. Það hefur sem sagt ekki verið gert um hádegið síðustu daga á leikskólanum eins og þó hefur verið tilkynnt að gert væri þannig að HG er fyrsta skipti svolítið rauður á framhandleggjunum. En í dag gáfum við honum bara frí og hann er búin að fá sína skammta og ég minn. 

Stefnan er að grilla fisk í kvöld. Sjáum samt til hvernig nennan verður.

Í fyrramálið á svo að þvo utan af sófasettinu. Það verður engin leti sem kemur í veg fyrir það, það skal gert enda kominn tími til. 

2 svör to “Óbærilegur…”

  1. Steinunn Þóra Says:

    Skemmtilegt lúxusvandamál sem þið búið við. Stefán er farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af því að það verði of heitt fyrir hann í sumar. Er þegar farinn að óskapast undan sólinni. En ég á sko ekki í neinum vandræðum með að leiða svoleiðis neikvæðni hjá mér. Sérstaklega þegar mér er ekki kalt.

  2. frujohanna Says:

    já ég hef líka áhyggjur fyrir hans hönd í sumarfríinu ykkar hér ef þetta heldur áfram. Ídeal hitinn minn er 25 gráður (hér í DK, á Íslandi minna). Hvorki meira né minna. Þá getur maður verið þægilega léttklæddur og liðið vel.

Færðu inn athugasemd